Hvernig og hver ertu í mínum huga?

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og?

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða orð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verðurðu að setja þetta á bloggið þitt og svara svo...................

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mí Mí Mí
Arnar Thor sagði…
Flísteppaskvísan:

1. Hrein og bein.
2. sko Reo Speedwagon lag kemur í hugann.
3.Þín útgáfa af já "aha".
4.Flísteppið ekki spurning.
5. Kisa.
6. Spurningarnar eru raunar tvær:"Hvernig bragðaðist hangikjötið?" og "er ekki bara málið að flytja?"
Nafnlaus sagði…
Ég ég ég
kv Munda
Arnar Thor sagði…
Hæ Munda :)

1. NJARÐVÍKINGUR!!!
2. Duran lag minnir mig á þig og reyndar Ragga og þakka enn og aftur fyrir tónleikana í sumar.
3. Eitt orð "brauðsúpa" minnir mig á súpuna góðu hér um árið í brauðbollunum.
4. Partý í Kjallaraíbúðinni góðu
5. hmm kisa líka hér eins og hjá Flísteppaskvísunni.
6. "Eigið þið fleiri spaða í dag en áður en þið elduðuð Kalkúninn fyrir klúbbinn?"
Nafnlaus sagði…
Takk takk
Já við eigum sko fullt af spöðum, kaupi spaða í hverri búðaferð. Kannksi ég kaupi bara kalkúnagrind í usa, hmmm, fín hugmynd.
kv Munda
Nafnlaus sagði…
Ég líka!
Rúnabrúna
Arnar Thor sagði…
Rúna Brúna!!!

1. Uppáhaldsfrænka eldri sonar míns.
2. kem bara engu lagi upp nema þá Muse...en það passar betur við Heiðrúnu...sorry.
3. paprika
4. Giftingin hjá Hlöbba og Þurý.
5. Perla auðvitað...hún minnir mig á ykkur öll.
6. Hvenær ætlarðu svo út í nám?
Nafnlaus sagði…
Hmmm, frekar freistandi að vera með, en ég er ekki með blogg...?

Kveðja, Inga Freyja
Nafnlaus sagði…
Ég vil auðvitað vera með :)
Arnar Thor sagði…
Guðrún Karítas!!!

1. Sunddrottning
2. Þrjú hjól undir bílnum (Guðrún þú getur sent póst og beðið um skýringu)
3. Föstudagspizza
4. Helgi á Ljósavatni fyrir milljón árum síðan.
5. Tígur
6. Hvað gerum við með klúbbinn?
Arnar Thor sagði…
Inga Freyja!!!

1. Sterkur persónuleiki.
2. Today is ok (E. Torrini)
3. Risotto
4. Fyrsta minning er úr enskudeildinni. Þá þekktumst við nú ekki, en ég var alltaf skotinn í kápunni sem þú varst í.
5. Sorry en dýrið Íkorni kemur í hugann.
6. Eigum við ekki að stofna matarklúbb hér úti í DK?
Nafnlaus sagði…
má ég líka?
Nafnlaus sagði…
Ég ætla annars ekki að setja þetta á bloggið mitt bara þitt! Mitt er e-ð svo eldfimt núna!
1.samkvæmur sjálfum sér.
2.einhver aulatónlist sem stelpurnar mínar fíla.
3. bjartur.
4. þú að rökræða við matarborðið í Fjarðarásnum og maður minn hvað þú gast borðað hehe, slóst mig eiginlega út.
5. köttur, malar er þér er strokið en hvæsir ekki sannfærandi.
6.man ekki eftir neinu í augnablikinu.

hafðu það bara gott gamli minn, miss jú!
Arnar Thor sagði…
Ásrún!!!

1. Gott hjartalag.
2. Svona gamalt og gott 70s lag.
3. Skór :)
4. Ekki með neina klára minningu nema hvað að ég man að ég fékk hlýjar móttökur frá upphafi. Og við getum alltaf hlegið saman.
5. Perla.
6. "Hvernig gerir þú sósuna með hamborgarahryggnum?"
Nafnlaus sagði…
er ekki með blogg, en má ég vera memm?

Krullupinni
Arnar Thor sagði…
Hey!!! KrulluPinni þú mátt alltaf vera memm

1. Lífsnautnaseggur
2. Scissor Sisters eiginlega allur diskurinn og jú upp á síðkastið Joanna Newsome "This side of the blue".
3. Mignon ;)
4. Maí kvöld á síðasta ári og Internet tenging.
5. Eitthvað sætt og krúttlegt nagdýr.
6. Ertu með eitthvað nýtt á spilaranum?

Vinsælar færslur